Marinó Guðmundsson, rekstrarhagfræðingur, hefur verið ráðinn forstjóri 66°Norður-Sjóklæðagerðarinnar hf. Hann var áður framkvæmdastjóri fjármálasviðs Norðurljósa og aðstoðar útvarpsstjóri Íslenska Útvarpsfélagsins.

Marinó tekur við af Þórarni Elmari Jensen, sem verið hefur forstjóri og aðaleigandi 66°Norður frá því árið 1966, en lætur nú af störfum er Sigurjón Sighvatsson eignast ráðandi hlut í fyrirtækinu.

Í tilkynningu frá félaginu kemurfram að Marinó hefur mjög víðtæka reynslu af störfum í viðskiptalífinu bæði hér heima og erlendis. Hann starfaði meðal annars sem viðskiptafræðingur hjá Coopers og Librant og var fjármálastjóri augýsingastofunnar Gott fólk.

Marinó starfaði erlendis um fimm ára skeið og gengdi á þeim tíma stöðu sérfræðings á fyrirtækjasviði hjá Fortisbank í London.

Sigurjón Sighvatsson og Marinó Guðmundsson störfuðu saman þann tíma er Sigurjón var stjórnarmaður og eigandi í Norðurljósum.

Marinó er 38 ára gamall, kvæntur Guðrúnu Steindórsdóttur, viðskiptafræðingi, og eiga þau þrjú börn.