Mario Monti, forsætisráðherra Ítalíu, hyggst ekki bjóða sig fram í þingkosningum sem fram fara þar í landi í febrúar.

Monti hefur leitt sérfræðingastjórn á Ítalíu í rúmt ár. Hann var skipaður í stöðuna í nóvember 2011 eftir að fall ríkisstjórnar Silvio Berlusconi.

Á blaðamannafundi Monti í gær sagðist hann ekki geta boðið sig fram í komandi kosningum þar sem hann styddi engan stjórnmálaflokk sem væri í framboði. Hann tók þó fram að hann væri tilbúinn til að gegna starfinu áfram óski sigurvegarar kosninganna eftir því.