*

sunnudagur, 25. ágúst 2019
Erlent 17. febrúar 2017 19:00

Á markað í mars

Fidelity Investments spáir því að Snap Inc. fari á markað fyrsta mars og að félagið muni gefa út 200 milljón hluti.

Ritstjórn

Hlutafjárútboð Snap Inc, fyrirtækisins sem á samskiptaforritið Snapchat, mun að öllum líkindum fara á markað fyrsta mars. Þetta kemur fram á vef Reuters, en fréttaveitan sækir heimildir sínar til Fidelity Investments.

Fyrirtækið mun samkvæmt Reuters gefa út 200 milljón hluti og verður útboðsgengið á bilinu 14 til 16 dalir á hlut. Útboðið gæti því skilað Snap Inc. allt að 3,2 milljörðum dala.

Evan Spiegel, forstjóri og meðstofnandi félagsins er nú metinn á ríflega 4 milljarða dala. Spiegel er aðeins 26 ára gamall.

Stikkorð: Tækni Útboð Snapc