Markaðir í asíulöndum og víðast hvar um heim hækkuðu í morgun í kjölfar sögulegs leiðtogafundar kóreuríkjanna. Nokkrar lækkanir hafa þó verið á ný í asíu eftir að áhyggjur vöknuðu af stöðu tæknifyrirtækja í landinu..

Á fundi Kim Jong Un, leiðtoga alræðisríkis kommúnista á norðurhluta skagans og Moon Jae-in, leiðtoga lýðræðisríkisins í suðrinu sem nýtur verndar Bandaríkjanna, samþykktu þeir að binda endi á stríðið sem hefur verið milli ríkjanna formlega í stríði í 7 áratugi.

Jafnframt sögðust þjóðarleiðtogarnir stefna að því að gera Kóreuskagann kjarnorkuvopnalausan, en þeir föðmuðust við undirritun samkomulagsins á landamærunum sjálfum og leiddust síðan yfir landamæralínuna eins og sjá má á myndum Bloomberg .

Eins og Viðskiptablaðið hefur sagt frá hafa refsiaðgerðir Bandaríkjanna vegna kjarnorkuvopnavæðingar Norður - Kóreu farið að hafa tilfinnanleg áhrif á fjárhag ríkisins síðan Donald Trump tók til valda.

Japanir ekki ánægðir með sameiningartákn

Japönsk stjórnvöld voru þó ekki par hrifinn af því að mynd af sameinuðum kóreuskaga sem birtist á eftirrétti í sameiginlegu kvöldverðarboði leiðtoganna með eiginkonum sínum sýndi eyju sem kóreuríkin gera tilkall til undir nafninu Dokdo, en hún er undir stjórn Japan í dag undir nafninu Takeshima.

Japanir höfðu einnig kvartað yfir því að fáni sem notaður var til að fagna sameiginlegu íshokkíliði landanna á nýlegum vetrarólympíuleikum sýndi eyjuna ásamt skaganum sameinuðum.