Ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hefur lækkað mikið í viðskiptum dagsins. Ávöxtunarkrafa skuldabréfa í flokknum RIKB 25 hefur lækkað um 21 punkt. Allir aðrir flokkar óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hafa lækkað í verði um 16-18 punkta það sem af er degi þegar þetta er skrifað, fyrir utan flokk sem er á gjalddaga síðar á þessu ári.

Hlutabréf í kauphöllinni hafa almennt hækkað það sem af er degi. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,45% en öll félög hafa hækkað nema HB Grandi, sem hefur lækkað um 0,68%, og Vodafone, sem hefur lækkað um 0,22%.

Líklegt er að markaðir séu að bregðast við minnkandi óvissu í kjölfar þess að ný ríkisstjórn náði saman í gærkvöldi, en ávöxtunarkrafa ríkisskuldabréfa hækkaði á mánudag , þriðjudag og miðvikudag og má líklega rekja þær hækkanir til aukinnar óvissu.