Kauphöllin í Frankfurt.
Kauphöllin í Frankfurt.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Hlutabréfaverð í evrópskum kauphöllum hefur hækkað eftir opnun markaða í dag. Stoxx 600 vísitalan hefur hækkað um rúmt prósent og FTSE 100 vísitalan um 1,6%. Hækkun bréfanna þykir velkominn, en evrópsk bréf hafa ekki verið verðminni í tvö ár.

IFS greining bendir á í morgunpósti sínum að fréttir frá Líbíu hafi haft jákvæð áhrif á markaðsverð olíufélaga. Sem dæmi hefur Eni Span, stærðsta olíufyrirtæki Ítalíu, hækkað um rúm 5% það sem af er degi.