Hlutabréfamarkaðir í Asíu hafa hækkað undanfarið, í kjölfar mikilla lækkana á síðasta ári. Nikkei 225 vísitala Japan stendur nú í 16.735. Hún hefur lækkað um 19,58% á seinustu 12 mánuðum, en hækkað um 10,78% á undanförnum mánuði. Topix vísitalan í Tokyo, stendur í 1.314,83 stigum og hefur lækkað um 22,26% á seinasta ári. Hún hefur sömuleiðis hækkað um 8,67% á einum mánuði.

Hang Seng vísitalan í Hong Kong hefur einnig hækkað um 9,38% á seinata mánuði og stendur hún nú í 22.492,43 stigum. Vísitalan er þó rúmlega 8% lægri en hún var fyrir ári síðan. CSI 300 vísitalan stendur í 3.243 stigum og hefur lækkað um rétt tæp 21% á árinu, en hækkað um 1,60% í mánuðinum.