Hvert metið er slegið á fætur öðru á bandarískum fjármálamörkuðum um þessar mundir. Gengi hlutabréfa hefur hækkað þar dag eftir dag og er nú svo komið að helstu hlutabréfavísitölur á mörkuðum vestanhafs hafa aldrei verið hærri. Dow Jones-vísitalan stendur rauf 16 þúsund stiga múrinn og S&P 500-vísitalan 1.800 stiga múrinn í dag. Annað eins hefur aldrei áður sést. Á sama tíma fór Nasdaq-vísitalan yfir 4.000 stig og hefur hún ekki staðið jafn hátt síðan netbólan sprakk árið 2000.

Bandaríska dagblaðið USA Today segir um málið á vef sínum fjárfesta velta vöngum yfir því hvort gengi hlutabréfa muni halda áfram að hækka eða komið að mörkum í bili.