Hlutabréfamarkaðir í Evrópu hafa hækkað það sem af er degi, en stutt er síðan opnað var fyrir viðskipti.

FTSE 100 í London hækkaði um 1,36%, DAX í Þýskalandi hækkaði um 1,92%, CAC 40 hefur hækkað um 1,95% og samevrópska Stoxx 600 vísitalan hefur hækkað um 1,61%.

Seðlabanki Evrópu ákvað í gær að lækka stýrivexti niður í 0%, lækkaði innlánsvexti bankans úr neikvæðum 0,3% í neikvæðum sem nemur 0,4%. Hann jók einnig við skuldabréfakaup bankans úr 60 milljörðum á mánuði í 80 milljarða á mánuði og víkkaði heimildir til skuldabréfakaupa til að hún nái einnig til skuldabréfa fyrirtækja í fjárfestingarflokki.