Evrópsku og asísku hlutabréfamarkaðirnir hafa allir lækkað í verði eftir kosningar í Grikklandi á sunnudaginn. Lækkunin hefur hins vegar ekki verið jafn mikil og sérfræðingar höfðu spáð fyrir um.

Evran féll 0,4% gegn dollaranum og 0,5% gegn pundinu eftir kosningarnar sem margir töldu að gæti leitt til útgöngu Grikklands úr evrusvæðinu.

Nikkei index í Japan féll um 2%, Cac 40 í París um 1,5% og Dax í Frankfúrt um 1,3%. FTSE 100 í London féll um 0,6%.

Enn er óljóst hvort verði um útgöngu Grikkja að ræða og ef svo verður hvaða áhrif það muni hafa, því er erfitt að spá fyrir um áhrifin á hlutabréfamarkaði.

Kosningarnar hafa haft einhver áhrif á bankabréf einnig. Hins vegar hafa flestir bankar reynt að verja sig eins mikið og mögulegt er gegn áhrifum Grikklands.