Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað á helstu heimsmörkuðum það sem af er degi. Lækkun var á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær og Asíu í nótt vegna taugatitrings í röðum fjárfesta þess efnis að draga sé úr efnahagsbatanum í Bandaríkjunum og að nýmarkaðsríkin standi ekki eins traustum fótum og af var látið.

Hlutabréfatölur í Asíu voru litaðar rauðu í morgun. Þróunin smitaði út frá sér á markaði í Evrópu sem því sem leið á morguninn.

FTSE-vísitalan í Bretlandi hefur nú lækkað um 0,46%, Dax-vísitalan í Þýskalandi hefur lækkað um 1,01% og Cac 40-vísitalan í Frakklandi lækkað um 0,15%.

Staðan er hins vegar önnur í Kauphöllinni. Meirihluti þeirra bréfa sem skráð eru á markað hér hafa hækkað, þar af fjögur af 10 um meira en 1%. Það hefur skilað sér í 0,41% hækkun Úrvalsvísitölunnar.