Eins og við var að búast lækkuðu hlutabréf í Evrópu strax í verði við opnun markaða fyrir stundu. Það er samhljómur um það meðal fjölmiðla erlendis að skuldavandi Ítala og almennt trúleysi á stöðu ESB og evrunnar sé helsta vandamálið þessa dagana.

FTSEurofirst 300 vísitalan, sem inniheldur 300 stærstu skráðu fyrirtæki Evrópu, hefur lækkað um 1,2% í morgun en flestir markaðir hafa verið opnir í annan við tvo tíma.

Í Frankfurt, Amsterdam og París hafa hlutabréfavísitölur lækkað á bilinu 1-1,3%. Í Lundúnum hefur FTSE100 vísitalan lækkað um 1,4% og á Norðurlöndunum hafa hlutabréfavísitölur lækkað á bilinu 0,7 – 0,9%.