FTSE 100 hlutabréfavísitalan hefur hækkað um 1,31% það sem ef er degi. Hækkunin kemur í kjölfar vaxtabreytinga Englandsbanka.

Bankinn ákvað að lækka stýrivexti niður í 0,25% og að auka magnbundna íhlutun til muna. Markaðurinn virðist taka vel í inngrip seðlabankans, en mikil óvissa hefur ríkjað í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu Breta.

Pundið hefur aftur á móti lækkað um 1,29% frá því að bankinn tilkynnti aðgerðir sínar.