Aðeins meiri bjartsýni virðist ríkja á hlutabréfamörkuðum í dag en undanfarna daga. Markaðir í Asíu hækkuðu í dag, Nikkei vísitalan í Tókyo hækkaðium eitt prósent á meðan Hang Seng í Hong Kong hækkaði um 0,9 prósent.

Markaðurinn í Noregi hækkaði einnig á fyrstu mínútunum eftir opnun í morgun. Bréf Statoil hækkuðu til að mynda um 1,26 prósent en olíuverð hafði hækkað um 34 sent á fatið og var komið í 99,16 dollara á fatið. Spennandi verður að fylgjast með frekari þróun markaða í dag.