Jákvæð þróun var á hlutabréfamörkuðum víða um heim í dag eftir niðursveiflu síðustu daga. Jákvæðar atvinnutölur sem í dag voru birtar um bandaríska vinnumarkað samhliða batnandi horfum í evrópsku efnahagslíf eru helstu ástæðurnar.

Í Evrópu hefur spænska ríkisstjórnin nú gengið frá yfirtöku á bankanum Bankia SA, einum stærsta banka Spánar, en lögð var lokahönd á yfirtökuna seint í gærkvöld. Yfirvöld á Spáni segja jafnframt að næstkomandi föstudag verði farið yfir þær aðgerðir sem ríkisstjórnin hyggst ráðast í á næstu vikum til að styrkja aðra spænska banka.

Í vikunni virtist sem afgreiðslu á mikilvægu láni til Grikkja yrði frestað í ljósi vandræða þeirra við myndun á nýrri ríkisstjórn. Í gærkvöld náðu Grikkir þó að tryggja samþykkja neyðarsjóðs Evrópusambandsins á afgreiðslu lánsins. Upphæð lánsins er 4,2 milljarðar evra og mun tryggja að Grikkir geti greitt skuldbindingar næstu mánaða. Grískir stjórnmálaflokkar þreyta nú lokatilraunir í stjórnarmyndunarviðræðum en gangi það ekki verður blásið til kosninga að nýju.

Gengi evrunnar hefur lækkað á síðustu dögum og er vonast til að þessa að þróun dagsins í dag komi jafnvægi á gengið. Gengið hækkaði um 0,2% í dag.