*

sunnudagur, 25. júlí 2021
Erlent 4. nóvember 2020 16:11

Markaðir tvístíga vegna forsetakosninga

Markaðir víða um heim hafa sveiflast nokkuð eftir að ljóst var að tvísýnt væri um hvort Biden eða Trump beri sigur úr bítum.

Ritstjórn
epa

Nokkur óstöðugleiki ríkir á markaði vestanhafs vegna þeirrar óvissu sem ríkir um hvort Donald Trump eða Joe Biden beri sigur úr bítum í forsetakosningunum. Nokkur uppsveifla átti sér þó stað á hlutabréfamörkuðum eftir opnun þeirra í dag eftir að nokkra niðursveiflu í viðskiptum eftir lokun markaða í gær þegar það kom í ljós hve tæpt forsetakosningarnar myndu standa. BBC greinir frá.

Venju samkvæmt leiddu tæknifyrirtækin, sem þykja áhættalítil fjárfesting, hækkanir í Bandaríkjunum. Markaðir í Evrópu færðust einnig uppá við eftir að hafa gengið í gegnum lækkanir í kjölfar ótímabærrar siguryfirlýsingar Donalds Trump.

Þá leituðu markaðir í Asíu einnig upp á við í dag, en markaðir þar voru þó búnir að loka áður en Trump hrósaði sigri fullsnemma.