Stoðtækjaframleiðandinn Össur var með heildarsölu upp á 103 milljónir Bandaríkjadala og hagnaður nam 10 milljónum Bandaríkjadala á öðrum ársfjórðungi. Búist er við því að sala á árinu verði í lægri mörkum þeirra áætlana sem gerðar voru.

Nýverið keppti Suður-afríski hlauparinn Oscar Pistorius á Ólympíuleikunum en hann er fyrsti aflimaði hlauparinn til þess að vera valinn í landslið ófatlaðra til að keppa á meðal þeirra bestu.Oscar Pistorius notar Cheetah hlaupafætur frá Össuri.