Arnar Árnason er nýr markaðsstjóri Bílabúðar Benna. Áður starfaði hann sem sölu- og markaðsstjóri Póstdreifingar og þar á undan sem markaðsstjóri Prentsmiðju Odda. Arnar er lærður viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík með áherslu á alþjóðamarkaðsfræði. „Starfið kom frekar óvænt upp en ég fékk símhringingu um starfið og ákvað stökkva til. Starfið felst einna helst í utanumhaldi um allt markaðsstarf á vörumerkjum Bílabúð Benna.“

Utan vinnu hefur Arnar gríðarlegan áhuga á stangveiði og reynir að eyða sem mestum tíma í hana. Einnig nýtur hann þess að fara með fjölskyldunni í göngur og útilegur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .