Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa sameinast undir slagorðinu Seafood from Iceland vegna markaðsherferðar sem á að hámarka virði og auka vitund um íslenskar sjávarafurður. Herferðinni er einnig ætlað að kynna íslenskan uppruna og auka jákvæðni til íslenskra sjávarafurða sem eykur um leið útflutningsverðmæti.

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi og Íslandsstofa eru samstarfsaðilar verkefnisins en að baki því standa 30 fyrirtæki víðsvegar um landið. Yfirskrift herferðarinnar er Fishmas og verður hún fyrst og fremst keyrð á samfélagsmiðlum.

Brandenburg framleiddi auglýsinguna, en auk hennar er búið að opna vefinn www.fishmas.com þar sem fólk getur lært að elda tíu fiskrétti heima.

Nýleg könnun sýndi að vitund yngra fólks um íslenskan fisk fór minnkandi. Af þessum sökum meðal annars er ráðist í Seafood from Iceland herferðina til að auka vitund um íslenskan fisk meðal almennings.

Auglýsinguna má sjá hér að neðan: