Android stýri­kerfið er nú með 85% markaðshlut­deild þegar kem­ur að snjallsím­um, samkvæmt könnun sem Stra­tegy Ana­lytics gerðu.

Greint er frá því í frétt á vef mbl.is að sala á snjallsím­um hafi auk­ist um 27% milli ára og var 295 millj­ón­ir á öðrum árs­fjórðungi. Sala á iP­ho­ne var um 35 millj­ón­ir og var hlut­fall þeirra í heild­ar­sölu um 11,8% sem er 1,6% lækkun milli ára.

For­stjóri Stra­tegy Ana­lytics seg­ir enga raunhæfa samkeppni á næsta leyti í ljósi þessara nýju talna auk þess sem Microsoft sé aðeins með um 2,7% af markaðinum.