Fjarskiptarisinn Nokia, sem byggir afkomu sína einkum á sölu á farsímum, hagnaðist um 344 milljónir evra, rúmlega 55 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Þrátt fyrir það hélt markaðshlutdeild fyrirtækisins áfram að falla, nú um 4%. Markaðshlutdeild fyrirtækisins er nú 29% á þeim markaði sem fyrirtækið starfar á, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC í dag.

Nýr forstjóri Nokia, Stephen Elop, sagði að Nokia hefði nú horfið frá því að reyna að "skilgreina stefnu sína" og hafist handa við að "framkvæma stefnuna". Elop var áður stjórnandi hjá Microsoft.