*

föstudagur, 6. ágúst 2021
Innlent 6. maí 2013 09:51

Markaðssetja hafnarsvæðið á Dysnesi

Stofna á félag utan um markaðssetningu á hafnarsvæðinu á Dysnesi við Eyjafjörð.

Ritstjórn
Birgir Ísl. Gunnarsson

Eimskip, Mannvit, Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og fleiri undirbúa stofnun félags, sem ætlað er að markaðsetja hafnarsvæðið á Dysnesi við Eyjafjörð í tengslum við námu og olíuvinnslu á norðurslóðum. Greint er frá þessu í Vikudegi i dag.

Verið að er að skipuleggja svæðið, sem er nærri 60 hektarar að stærð, eigendur landsins eru Hafnarsamlag Norðurlands og Hörgársveit.

Atvinnuþróunarfélagið fer fyrir tveggja ára átaki sem snýst um að gera Eyjafjörð betur sýnilegan fyrir þann fjölda fyrirtækja sem hyggja á stórfelldar framkvæmdir á norðurslóðum. Í Vikudegi segir að erlend fyrirtæki hafi þegar lýst yfir áhuga á að fá aðstöðu á Dysnesi, enda bendi aðstæður til þess að þar sé hentugt að byggja upp iðnaðar-, athafna og hafnarsvæði.