Fyrirtækjakaup.is er nýr vefur sem var stofnaður á haustmánuðum og sérhæfir sig í kaupum og sölu fyrirtækja ásamt ráðgjöf við fyrirtækjakaup. Vefurinn er samstarfsverkefni Investis og Fasteign.is. Haukur Þór Hauksson, framkvæmdastjóri Investis, segir nýja vefinn hafa farið vel af stað.

Haukur segir markaðinn vera smám saman að byggjast upp aftur. „Það er virðist vera að myndast sterkur hópur af kaupendum aftur. Í fyrra var til dæmis mjög gott ár hjá Investis. Viðskipti með fyrirtæki drógust mikið saman eftir hrunið en nú er þetta að komast aftur á skrið. Við höfum verið að vinna í mörgum spennandi málum og höfum ekki orðið varir við annað en að bankar vilji fjármagna góð fyrirtækjakaup. Þó svo að bankar séu að fjármagna fyrirtækjakaup breytir það því ekki að þeir gera meiri kröfur um eigið fé. Það eru allir að vanda sig í dag. Bæði kröfur um eigið fé og traustan rekstur. Þetta er ekki sama stemningin og fyrir hrun en samt allt á réttri leið. Það er annað verð á fyrirtækjum núna en fyrir hrun. Það verð var líka óeðlilegt.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.