Á síðustu þremur mánuðum hefur hlutabréfaverð tölvurisans Apple hækkað um rúmlega 40% en fyrirtækið er nú rúmlega 500 milljarða dollara virði. Með þessu miklu hækkunum síðustu mánaða hefur fer Apple langt framúr keppinautum sínum og er markaðsvirði fyrirtækisins nú meira en bæði IBM og Microsoft.

Á vefsíðu norska blaðsins Aftenposten er jafnframt bent á að Apple sé orðið sextánfalt meira virði en tölvufyrirtækið Dell og að markaðsvirði Samsung, helsta keppinautar Apple á spjaldtölvumarkaði, sé til samanburðar „ekki nema“ 172 milljarðar dollara. Í þessu samhengi má nefna að áætlað er að markaðsvirði Facebook verði um eða yfir 100 milljarða dollara þegar fyrirtækið fer á markað.

Árið 2003 mátti tryggja sér hlut í Apple fyrir 7 dollara. Í dag má gera sömu kaup fyrir um 535 dollara. Það gerir 7.600 prósent hækkun á níu árum.