Frá því í júní í fyrra hefur markaðsvirði 157 alþjóðlegra orkufyrirtækja lækkað um 1.300 milljarða dala og er nú um 2.600 milljarðar dala. Kemur þetta fram í frétt Bloomberg. Á þessum tíma hefur olíuverð lækkað gríðarlega og eftir lækkanir undanfarinna daga og vikna er verðið á Brent Norðursjávarolíu komið nærri 50 dölum á fatið.

Í frétt Bloomberg er tekið dæmi af fjárfestinum Carl Icahn, sem á stóran hlut í Chesapeake Energy Corp, sem var virði tæplega tveggja milljarða dala í júní í fyrra. Frá þeim tíma hefur hluturinn lækkað í verði um 1,3 milljarða dala.

Sérfræðingar, sem Bloomberg hefur rætt við, spá því að olíuverð verði búið að hækka um 20 dali fatið þegar fyrsti fjórðungur ársins 2016 er liðinn.