Virði Samherja, stærsta útgerðarfélags landsins, er yfir 51 milljarði króna, miðað við viðskipti Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) og Stoða skömmu fyrir síðustu áramót. Þá var um 9% hlutur TM í Samherja seldur til Stoða fyrir um 4,6 milljarða króna. Stoðir greiddu fyrir hlutinn með hlutabréfum í TM.

Greint er frá þessu í útboðslýsingu TM , sem stefnir á skráningu á hlutabréfamarkað í næsta mánuði. Viðskiptin með Samherjahlutinn voru gerð eftir að Stoðir seldu fjárfestum 60% hlut í TM í nóvember á síðasta ári. Þá var ákveðið að færa hlutinn í Samherja úr bókum TM. Þannig var 9% hluturinn í TM færður til móðurfélagsins, Stoða, gegn samsvarandi lækkun hlutabréfa Stoða í TM.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum tölublöð.