Markaðsvirði Securitas er nálægt 2,5 milljörðum króna ef miðað er við kaupverð á hluta hlutafjár í félaginu í vor. Í maí var endanlega gengið frá kaupum Eddu slhf. og Stekks fjárfestingarfélags á tæplega 60% hlut í Securitas og eftir kaupin á Stekkur 54% hlut í félaginu, Edda á 40% og félag í eigu Driver ehf. á um 3%. Driver er í eigu Guðmundar Arasonar, forstjóra Securitas.

Guðmundur segir í samtali við Viðskiptablaðið að rekstur félagsins gangi vel og að kaupverðið endurspegli árangur félagsins. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins var kaupgengi hlutanna á bilinu 16-17, sem þýðir að markaðsvirði Securitas var á þeim tíma um 2,5 milljarðar króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .