Fyrrum sendiherrabústaður Íslands í London, sem var seldur á árinu 2009 fyrir 8,7 milljónir sterlingspunda, er aftur komin á sölu. Uppsett verð er 14,9 milljónir punda, eða um 70% hærra verð en íslenska ríkið fékk fyrir bústaðinn. Mbl.is greinir frá og bendir á að í krónum talið munar um milljarði króna.

Tekið er fram í frétt mbl að óvíst er hvort húsið seljist á uppsettu verði í dag. Ekki sé heldur hægt að útiloka að meira fengist fyrir bústaðinn í dag, en fékkst fyrir tveimur árum síðan.

Um er að ræða fasteign að 101 Park Street í Mayfair-hverfinu í London. Söluverð á árinu 2009 samsvaraði um 1,7 milljörðum króna. Í stað fasteignarinnar var keyptur ódýrari sendiherrabústaður og nam kaupverðið um 4,5 milljónum punda.

Frétt mbl.is .