Twitter hefur ákveðið að selja 70 milljónir hluta og verður hver hlutur seldur á bilinu 17-20 dali.

Sé miðað við miðgildi þess verðbils myndi fást 1,3 milljarðar dala í þessu hlutafjárútboði. Niðurstaðan þýðir líka að markaðsverð Twitter sé þá 10 milljarðar dala. Það er um 1200 milljarðar íslenskra króna.

Twitter er samkvæmt þessu mun verðminna fyrirtæki en Facebook. Það síðarnefnda er metið á 127 milljarða dala.