Markaðsvísitala GAMMA hækkaði um 1,1% í mars og nam meðaldagsveltan 7,5 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 31 milljarð og er 2.517 milljarðar.

Hlutabréfavísitala GAMMA hækkaði um 2,2% í mars og nam meðaldagsveltan 1,8 milljörðum. Markaðsverðmæti vísitölunnar hækkaði um 6 milljarða í mánuðinum og er 769 milljarðar króna.

Samsetning Hlutabréfavísitölu GAMMA helst óbreytt um mánaðamótin og inniheldur því enn 14 fyrirtæki: Eik, Eimskip, Haga, Icelandair, Marel, Reginn, Símann, TM, VÍS, Vodafone, N1, Reiti, Sjóvá og Granda.

Að teknu tilliti til arðgreiðslna hækkuðu bréf mest í N1 (+10,7%) og Reginn (+9,2%) en mest lækkun var í bréfum VÍS (-3,8%) og Vodafone (-3,7%).

Skuldabréfavísitala GAMMA, GAMMA:GBI, hækkaði um 0,6% í mars og nam meðal dagsveltan 5,1 milljarði. Markaðsverðmæti skuldabréfa í vísitölunni hækkaði um 14,2 milljarða í mánuðinum og er nú 1.507 milljarðar.