Heildarveltan í Noregi í framleiðslu á lýsi og öðru sjávarfangi sem nýtt er sem hráefni í heilsufæði nam 4,8 milljörðum noskra króna, jafnvirði 98 milljarða íslenskra króna. Þetta er hálfum milljarði norskra króna meira en í hittifyrra. Velta í greininni jókst um 53% á árunum 2007 til 2010.

Þetta kemur fram í skýrslu sem Rannsóknarráð sjávarútvegsins í Noregi kynnir á heimasíðu sinni og Fiskifrétti r gera að umfjöllunarefni.

Í skýrslunni kemur fram að Norðmenn séu með 20% hlutdeild á heimsvísu í framleiðslu á heilsufæði úr sjávarfangi. Þá segir í skýrslunni að um 50 fyrirtæki starfi í greininni í Noregi, þar af 2 til 3 sem vinni hráefni úr þangi.