Markaður með lystisnekkjur og lúxusskútur blómstrar sem aldrei fyrr. Skúturnar stækka og verða íburðarmeiri, að sögn auðkýfingsins Mohammed al-Barwani. Hann vinnur bæði að því að smíða slipp í Alblasserdam í Hollandi fyrir lúxusskútur ríka fólksins. Al-Barwani eru eigandi og stjórnarformaður félagsins Muscat, sem skráð er í Óman. Fyrirtækið hefur smíðað skútur fyrir afþreyingamógúlinn David Geffen og Octopus, skútuna sem bandaríski milljarðamæringurinn Paul Allen kom á hingað til lands árið 2010 og aftur í sumar. Á þessu ári lauk fyrirtækið við smíði stærstu lystisnekkju í heimi. Hún 180 metra löng.

Bloomberg-fréttaveitan fjallar um al-Barwani. Þar kemur fram að þrjú ár séu síðan hann keypti fyrirtækið Oceanco fyrir þremur árum af gríska skipakónginum Theodore Angelopoulos og hefur hann nú gert fyrirtækið af eitt þeim stærstu í bransanum. Bloomberg segir markað með lúxussnekkjur hafa tekið kipp í fyrra þegar 6.290 snekkjur voru smíðaðar. Það er 43% aukning frá árinu á undan. Markaðurinn dafnar um þessar mundir, að því er fram kemur í umfjöllun nettímaritsins (Super) Yachting Index .

Grunnverð fyrir þokkalega lúxussnekkju er um 175 milljónir dala, jafnvirði um 20 milljarða íslenskra króna, en skútusmiðir velta um 10 milljörðum dala. Tvö fyrirtæki tróna yfir öðrum á skútumarkaðnum. Það eru þýska fyrirtækið Bremen-Vegesack og það hollenska Feadship Royal Dutch Shipyards. Bæði fyrirtækin hafa verið í eigu sömu fjölskyldna síðan um 1870.