Úrvalsvísitalan er nú nálægt því að jafna sig eftir mikla lækkun um miðjan janúar. Þá féll vísitalan um 10% vegna óvissu á alþjóðamörkuðum.

Hæsta gildi sínu náði vísitalan 6. janúar þegar hún stóð í 1.920 stigum, en við lok viðskipta í á föstudag stóð hún í 1.907 stigum.

Icelandair hefur hækkað um 3% síðan 6. janúar, en gengi Marel er enn 4 prósentum lægra. Frá áramótum hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,4 prósent.