*

þriðjudagur, 14. júlí 2020
Innlent 6. júní 2020 10:35

Markaðurinn að lifna við

Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Bókanir erlendra ferðamanna hafa tekið kipp hjá Arctic Adventures undanfarið. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag. Framkvæmdastjóri Arctic Adventures sem rekur íshellinn á Langjökli segir markaðinn vera að lifna við eftir erfiðan vetur. 

Vegna samdráttarins býður Arctic Adventures Íslensdingum 40-50% afslátt af ýmis konar afþreyingu. 

„Það var algjört frost í bókunum. Heilu dagana kom ekki ein einasta bókun. Nú er þetta hins vegar byrjað að aukast á ný. við fáum svolítið af bókunum frá Skandinavíu en bókanir koma héðan og þaðan," segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. 

Jóhannnes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri SAF, áætlar að hingað muni koma 50 þúsund erlendir ferðamenn í ágúst.