*

miðvikudagur, 12. maí 2021
Innlent 24. nóvember 2016 10:55

Markaðurinn bregst við viðræðuslitum

Almennar hækkanir hafa verið í kauphöllinni í morgun, úrvalsvísitalan hækkað um 1,23% og engin hlutabréf hafa lækkað í verði.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Síðan kauphöllin opnaði í morgun hefur úrvalsvísitalan hækkað um 1,23% og hefur ekki gengi hlutabréfa neins félags enn sem komið er lækkað.

Mest hafa bréf Granda, Eimskips og fasteignafélaganna Eik og Regins hækkað, Grandi hefur hækkað um 3,13% í viðskiptum sem nema þó einungis 29 milljónum, Eik hefur hækkað um 2,53% í 322 milljón króna viðskiptum, Eimskipafélagið 1,81% í 77 milljón króna viðskiptum og Reginn um 1,59% í 192 milljón króna viðskiptum.

Miðlarar sem Viðskiptablaðið ræddi við segja að markaðurinn sé að bregðast við viðræðuslitum í stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna á Alþingi auk Viðreisnar sem fréttust eftir lokun markaða í gær.

Segja þeir að það hafi farið illa í markaðinn að heyra hugmyndir um aukna skattheimtu, sérstaklega á fjármagnstekjur.