*

mánudagur, 6. apríl 2020
Innlent 24. febrúar 2020 09:48

Markaðurinn opnar eldrauður

Gengi bréfa Icelandair hefur lækkað um tæp 9% vegna hræðslu fjárfesta við útbreiðslu kórónaveirunnar.

Ritstjórn

Töluverðar lækkanir hafa verið í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í morgun þar sem 18 félög af 20 hafa lækkað í verði og úrvalsvísitalan lækkað um 2,97%. Lækkunina má rekja til aukinnar hræðslu við útbreiðslu kórónaveirunnar á heimshagkerfið en töluverðar lækkanir hafa verið á mörkuðum í Asíu og Evrópu það sem af er degi.

Meðal annars hefur gengi bréf Icelandair þegar þetta er skrifað lækkað um 8,85%, Marel um 3,12% og Eimskip um 3,04%. 

Eins og áður segir hafa markaðir um allan heim einnig lækkað töluvert það sem af er degi. Euro Stoxx 50 vísitalan hefur lækkað um 3,7%, FTSE 100 um 3,3% og þýska DAX vísitalan um 3,85%.