*

mánudagur, 6. júlí 2020
Innlent 8. apríl 2020 17:37

Markaðurinn í páskagír

Lítil viðskipti voru í Kauphöllinni í dag en bréf í Marel hækkuðu mest.

Ritstjórn
Rólegt var yfir Kauphöllinni í dag.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,76% í eins milljarðs króna viðskiptum í dag. Stendur vísitalan nú í 1.823,98 stigum. Mest hækkuðu bréf í Marel eða um 1,37% í 393 milljóna króna viðskiptum, sem voru einnig mestu viðskipti dagsins.

Hlutabréf í Kviku banka lækkaði um 4,21% í 36 milljóna króna viðskiptum. Bréf í Icelandair lækkuðu um 3,13% en einnig í mjög litlum viðskiptum en þau námu 21 milljón króna.

Nánari upplýsingar er hægt að fá á Keldunni.