Úrvalsvísitalan hækkaði í dag um 0,52% og stendur í 1.567 stigum. Í gær lækkaði hún um 2,5% og lækkaði mest í gær um 4% í viðskiptum gærdagsins. Ástæða lækkunarinnar í gær er rakin að mestu til þróunar erlendis en markaðir víða um heim féllu þó nokkuð vegna slæmra tíðinda af framleiðslu í Kína.

Mest hækkaði gengi Össurar og Vodafone í dag en Össur hækkaði um 4,44% í 21 milljóna króna viðskiptum og Vodafone um 3,12% í 192 milljóna króna viðskiptum. Mest lækkaði gengi bréfa í N1 eða um 1,42% í 81 milljóna króna viðskiptum. Mesta veltan var í viðskiptum með bréf í Icelandair eða um 730 milljónir en gengi félagsins hækkaði um 2,39% í dag.