Úrvalsvísitala kauphallarinnar féll um 8,44% í tæplega 3,4 milljarða í gær, sem var mesta lækkun á einum degi frá endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir hrun. Það sem af er degi hefur vísitalan hækkað um 2%.

Í gær lækkuðu bréf Icelandair Group mest eða um 22,8%. Þess ber að geta að fremur lítil viðskipti voru með bréfin. Í heild námu viðskiptin 128 milljónum. Klukkan 13.15 í dag hafði gengi bréfanna hækkað um 10% í 118 milljóna viðskiptum.

Fyrir utan bréf Icelandair lækkuðu bréf Iceland Seafood um 14,7% í 88 milljóna viðskiptum í gær. Það sem af er degi hefur gengið bréfanna hækkað um tæplega 3% í 33 milljóna viðskiptum.

Bréf Arion banka lækkuðu um 11,7% í 386 milljóna viðskiptum. Hefur gengi bréfa í félaginu haldið áfram að lækka í dag og nemur lækkunin 2% í 44 milljóna viðskiptum.

Hægt er að fylgjast með þróun á gengi bréfa í Kauphöllinni á Keldunni .