Markaðir í Asíu hækkuðu um 0,5% og hækkunin á meginlandi Kína var umtalsverð, eða rúm 6% í Sjanghæ. Í Evrópu hefur hlutabréfavísitalan Euronext 100 hækkað um 1,5%.

MarketWatch segir að námafyrirtækið Anglo American sé meðal þeirra sem leiði hækkanir í London og sömu sögu sé að segja um olíuframleiðandann Total. Þá hafi France Telecom og Adidas hækkað nokkuð í kjölfar birtingar uppgjörs.

Væntingar um nýjan efnahagspakka í Kína

BHP Billiton og Rio Tinto hækkuðu um meira en 4% við hækkun kopars, sem stafaði af bjartsýni um að neysla muni aukast í Kína, að sögn Bloomberg. Kínverski álrisinn Aluminium Corp. hækkaði um 9% á markaðnum í Sjanghæ eftir að sagt var frá því að Wen Jiabao forsætisráðherra muni tilkynna um nýjan efnahagspakka.