Markaðir hafa hækkað það sem af er degi í Bandaríkjunum. Þannig hefur Nasdaq hækkað um 1,5% en Dow Jones og S&P 500 um 0,7%.

Greint var frá því í morgun að Wal-Mart hefði aukið sölu umfram væntingar í mars og segir Bloomberg fréttaveitan frá því að það kunni að gefa til kynna að fleiri smásölukeðjur fylgi í kjölfarið.

Fari svo þýðir það að smásala sé að taka við sér sem eru jákvæðar fréttir fyrir efnahag Bandaríkjanna um þessar mundir.

„Það býr bjartsýni í mönnum en það sést best að í hvert skipti sem við fáum jákvæðar fréttir, sérstaklega frá Bandaríkjunum taka markaðir við sér,“ sagði viðmælandi Bloomberg.