Hlutabréfamarkaðir lækkuðu í Asíu í morgun og hafa einnig lækkað í Evrópu nú í morgunsárið.

Að sögn Bloomberg fréttaveitunnar eru fjárfestar að bregðast illa við svokallaðri björgunaráætlunum yfirvalda í Bandaríkjunum sem kynntar voru í gær en eins og fram kom í gærkvöldi tóku bandarískir markaðir dýfu niður á við eftir að aðgerðirnar, sem þykja ónákvæmar og marklausar að mörgu leyti, voru kynntar.

„Það er eins og markaðurinn sé óánægður með allar lausnir aðrar en þær sem fela í sér þjóðnýtingu bankanna,“ hefur Bloomberg eftir Robert Horrocks, sjóðsstjóra hjá Matthews International Capital Management í San Francisco.

MSCI Kyrrahafsvísitalan lækkaði um 1,8% í morgun en rétt er taka fram að loka var í Japan.

„Sem betur fer,“ segir viðmælandi Bloomberg, „því það hefði dregið alla markaði lengra niður.“

Þá lækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 2,8%.

Þá hafa hlutabréf sem fyrr segir lækkaði í Evrópu það sem af er degi. FTSE 300 vísitalan, sem mælir 300 stærstu félögin á evrópskum hlutabréfamörkuðum, hefur lækkað um 1% en það eru helst bankar og fjármálafyrirtæki sem leiða lækkanir dagsins.

Sjá nánar í tengdum fréttum hér að neðan.