Markaðir í Evrópu fór vel af stað í morgun og hafa flestir hækkað myndarlega það sem af er dagsins, skrifar greiningardeild Glitnis klukkan tíu.

?Hækkunin kemur eftir að greiningaraðilar erlendis mæltu með kaupum á hlutabréfum og Evrópski Seðlabankinn, sem hefur verið að viðhalda seljanleika á mörkuðum í álfunni með að greiða aðgang fjármálastofnana að lausafé, tilkynnti að hann hygðist einnig gera svo í dag,? segir í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis.

Þar segir að Axa SA og Credit Suisse Group hafi hækkað mest af fjármálafyrirtækjum eftir að Morgan Stanley mælti með kaupum á bréfum félaganna.

?Menn bíða svo spenntir eftir opnun markaða vestanhafs í dag en þróunin þar mun eflaust hafa áhrif á hvernig markaðir í Evrópu loka,? segir greiningardeildin.