Tímabært gæti verið fyrir  Bandaríkjamenn að safna  börtum og taka fram gömlu  Peter Frampton-plöturnar.  Ef marka má verðþróun á  verðbréfamörkuðum  undanfarnar vikur búast  fjárfestar við verðbólgukreppu  (e. stagflation)  þar vestra líkt og gerðist  á áttunda áratugnum.

Á undanförnum vikum hefur gengi  hlutabréfa lækkað í Bandaríkjunum  og á sama tíma hefur ávöxtunarkrafa  á ríkisskuldabréfum  hækkað. Jafnframt hefur heimsmarkaðsverð  á hrávörum haldið  áfram að hækka. Yfirleitt er neikvætt  samband á milli hlutabréfa  og skuldabréfa en þegar verð á  bæði hlutabréfum og skuldabréfum  lækkar samtímis endurspeglar  það væntingar um samdrátt í efnahagslífinu  og vaxandi verðbólgu.

Gengi hlutabréfa lækkar vegna  væntinga um tekjusamdrátt fyrirtækja  og skuldabréf falla í verði  vegna verðbólguþáttarins. Þrátt  fyrir að sérfræðingar hafi hugsanlega  ofmetið þátt spákaupmanna  í hækkandi heimsmarkaðsverði á  hrávöru er fráleitt að áætla að fjárfestar  horfi til þeirra í leit sinni að  vörn gegn verðbólgu og fallandi  gengi hlutabréfa.

_____________________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .