Þrátt fyrir að olíuverð hækki enn þóttust fjárfestar vestan Atlantsála sjá til sólar í dag. Helstu hlutabréfavísitölur hækkuðu lítillega. Fjármálafyrirtæki gáfu hins vegar eftir í kjölfar þess að Citigroup varaði við því að tryggingafélagið AIG þyrfti mögulega að fjármagna sig frekar en gefur hefur verið til kynna hingað til.

S&P-500 hækkaði um 0,4%, þar sem hráefna- og orkufyrirtæki hækkuðu mest. Dow Jones hækkaði um 0,4%, og allra félaga mest í þeirri vísitölu hækkaði álframleiðandinn Alcoa, eða um 3%. Nasdaq hækkaði lítillega, eða um 0,2%.

Olíuverð hækkaði um tvo dollara í einni svipan í dag, en varað var við því að tunnan af olíu úr Norðursjó gæti hæglega farið í 150 dollara. Tunnan kostaði rúmlega 131 dollara við lokun markaða í Bandaríkjunum.