Markaðir lækkuðu hratt eftir hádegi vestanhafs í dag. Lítil hreyfing var á Nasdaq fram eftir hádegi en þegar líða fór á daginn fóru þeir að lækka töluvert. Nasdaq lækkaði í dag um 2,45%, Dow Jones um 2,14% og Standard & Poor's 2,53%.Eins og VB.is greindi frá fyrr í kvöld lækkaði seðlabanki Bandaríkjanna stýrivexti um 25 punkta niður í 4,25%.

Citigroup tilnefndi þó Vikrma Pandit, fyrrverandi forstjóra Morgan Stanley sem forstjóra bankans í dag. General Motors gaf út afkomuspá fyrir árið 2008 og er hún nokkuð undir væntingum. Gert er ráð fyrir hagnaði upp á 2,42 bandaríkjadali á hvern hlut en væntingar voru til þess að hagnaður yrði 2,49 dalir.