Hlutabréf í Japan hafa lækkað um meira en 2% í dag, sem er svipuð lækkun og í Asíu í heild, samkvæmt DJ Asia-Pacific vísitölunni. Allir helstu markaðir Asíu og Eyjaálfu lækkuðu.

Stjórnvöld í Japan íhuga nú hlutabréfakaup og aðrar aðferðir til að styðja við markaðinn, að því er SCMP hefur eftir fjármálaráðherra landsins í dag. Áhrifin af þessari yfirlýsingu voru ekki mikil, að sögn Reuters.

Reuters hefur eftir fjárfestingaráðgjafa hjá Mitsubishi UFJ Securities að nú séu aðstæður þannig að nú vilji allir „selja Japan“. Sú stemning hafi hafist þegar neikvæðar tölur um landsframleiðslu voru birtar í síðustu viku. Jenið hefur veikst, en það virðist ekki ætla að hjálpa mikið að þessu sinni.