Mikil lækkun var á Bandaríkjamörkuðum í dag.

Raftækjaverslunarrisinn Best Buy sendi í dag frá sér afkomuviðvörun þar sem fram kemur að keðjan telji erfiða tíma framundan. Best Buy spáir því að einkaneysla muni dragast saman og það mun koma niður á smásölukeðjum líkt og BestBuy.

Best Buy lækkuðu um 8% í kjölfar ummæla fyrirtækisins.

Áhyggjur fara vaxandi vestanhafs yfir því að áætlun fjármálaráðuneytisins um björgun efnahagsins muni ekki taka nægilega til neytendalána.

Nasdaq vísitalan lækkaðu um sem svarar 5,17%, Dow Jones lækkaði um 4,03% og Standard & Poors lækkaði um 5,18%.

Olíuverð lækkaði í dag um sem svarar 5,98% eða um 3,55 bandaríkjadalli og kostaði olíutunnan 55,78 bandaríkjadali við lokun markaða nú síðdegis.