Hlutabréfaverð víðs vegar um heiminn fellur í dag og hefur vísitala hlutabréfa í Asíu ekki verið lægri í tíu mánuði. Þetta er talið að muni draga kjarkinn úr bandarískum fjárfestum þegar markaðir opna í dag samkvæmt frétt Financial Times. Hlutabréf, hrávörur og evran hafa fallið í verið á meðan ásókn í áhættuminni fjárfestingar eins og Bandaríkjadal og ríkisskuldabréf hefur aukist.

Þá hafa vextir á lán milli banka hækkað (LIBOR) sem segir til um að fjármálafyrirtæki eru orðin tregari til að lána hvert öðru. Hafa þessir millibankavextir til þriggja mánaða hækkað ellefu daga í röð og ekki verið hærri í tíu mánuði.

Tortryggnin og áhættufælnin sem er að byggjast upp á fjármálamörkuðum Evrópu hefur áhrif á Ísland. Lánið sem Seðlabanki Íslands fékk hjá Seðlabankanum í Lúxemborg ber til dæmis breytilega vexti sem miðast við millibankavexti (EURIBOR) að viðbættu álagi.