Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, sagði í samtali við Viðskiptablaðið á miðvikudag að vaxtahækkunin myndi í sjálfu sér gera lítið fyrir krónuna, sem hefur fallið hratt á undanförnum dögum. Lárus Welding, forstjóri Glitnis, sagði hins vegar að augljóst væri að Seðlabankanum væri alvara með því að halda krónunni sterkri til að slá á verðbólgu.

Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar, sagði að röksemdafærsla Seðlabankans væri í mótsögn við sjálfa sig, þar sem vextir hefðu verið hækkaðir, en skilgreining tækra veða fjármálastofnana í viðskiptum við bankann útvíkkuð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .